Fáránlega slakt viðtal í Kastljósi!

Ég verð að segja að ég skammaðist mín fyrir frammistöðu Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastjósinu á fimmtudaginn. Hún tók viðtal við Finn Mortensen sem er ritstjóri Beringske Tidende í Danmörku um íslenskar fjárfestingar í Danmörku og íslenskt efnahagslíf.

Viðtalið gekk þannig að hún virtist vera í vörn allan tíman fyrir hönd íslenskra fjárfesta í Danmörku. Í gegnum viðtalið spurði hún af og til spurninga sem voru þannig byggðar að ritstjórinn yðri að tala vel um fjárfestingarnar. Jafnvel þótt hún leyfði honum alveg að segja sína skoðun þá spurði hún alltaf spurninga á eftir eins og: 

  • "But they have been doing OK, haven't they, in their investments in Denmark"
  • "And what do the Danes belive? What do you believe? I mean, how could they manage to do what the Danes couldn't?"
  • "But still things are going fine?,,, so!?,,"

Þetta er ekki hlutlaus fréttamennska. Þetta var sorglegt og lýsti aðeins einhvers konar þjóðarstolti sem mér fannst þó vera meira í ætt við þjóðarhroka.

Einnig verð ég að minnast á enskukunnáttu hennar. Okkur Íslendingum er talin trú um að við séum alveg ferlega góð í ensku. Þetta er tuggið í okkur alveg frá því í barnaskóla. Þetta veldur því að Íslendingar hafa alveg ótrúlegt sjálfstraust þegar kemur að því að tala ensku. Þetta viðtal sýndi Íslending með nokkuð góða enskukunnáttu á íslenskum skala. Orðaforðinn er mjög slakur og hæfileikinn til að bregðast við þegar umræðan tekur óvænta stefnu var ekki til staðar.

Mér finnst alveg lágmark að fólk sem hefur betri enskuþekkingu sé látið taka viðtöl á ensku. Hér koma nokkur dæmí úr viðtalinu (hikorð tekin með):

  • ",,, some Icelanders they just think that, I mean, I mean, why is it just like that and,,,"
  • ",,,eh, your writings were rather negative and, and, and, you actually said in your paper that, eh, eh, it could be like this internet bubble that exploded, ah, around 2000 and this would sh, be some, some, bubble that would just explode. That hasn't happend, what is your opinion today?"
  • "Finn thank you very much, you are gonna talk tomorrow, eh, to have some lecture,,,"

Nóg komið af þessu.

Eitt að lokum: Er enginn starfandi hjá RÚV sem gat tekið viðtalið á dönsku? Maðurinn er danskur og við eigum bunka af dönskumælandi fólki hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hefði nú auðveldlega sagt við hann: sæt dig på numsen og spis din mad - så skifter vi din ble bagefter! enda alvön svona dönsku leikskólamáli - ætli ég ætti að sækja um hjá rískissjónvarpinu?

Lára (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 08:29

2 identicon

Ja, for helvide.  En hey, það er allavega gott að vera með sjálfstraustið í lagi :)

eva ólafs~ (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband