Útspil Íslandsbanka - hverjum er greiði gerður?

Ég fór að velta fyrir mér nýjasta útspili Íslandsbanka hvað varðar erlend húsnæðislán. Ef ég skil þetta rétt þá vilja þeir afskrifa 25% höfuðstóls gegn því að láninu verði breytt í íslenskar krónur með 7,5% vöxtum.

Svona skil ég þetta:

FYRIR:
Myntkörfulán sem saman stendur af Japönskum yenum og Svissneskum frönkum stendur í 10m. Algengir vextir af slíku láni í dag eru um 2,5%. Gefum okkur að 35 ár séu eftir af lánstímanum. Þá eru afborganir tæpar 34 þús á mánuði.

EFTIR:
Lántakandinn ákveður að taka tilboði Íslandsbanka. 25% eru afskrifuð af höfuðstólnum og stendur lánið því í 7,5m. Vextirnir sem Íslandsbanki býður upp á eru 7,5%. Þá eru afborganir um 48 þús á mánuði.

Er ég að missa af einhverju hérna?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband