14.8.2006 | 14:51
Verkfræðingar með áhættubónus?
Nú er það ljótt. Það virðist vera sem nokkrir verkfræðingar hafi lent í spennandi aðstæðum!
Að mati flestra er starf verkfræðings ekki mjög spennandi, það snýst td. um rökhugsun, skipulagningu, stjórnun og jafnvel diffurjöfnur hjá þeim allra nördalegustu.
Ef við tökum eitt sérstaklega slæmt dæmi um nörd þá er það hann Sævar vinur minn. Hann er dæmi um hardcore nörd sem á sér varla viðreisnar von. Það þarf ekki nema að lesa blog síðuna hans til að sannfærast: http://saevarl.blog.is/
Allavega, þá er þetta eitthvað spaugilegt. Ég sé alveg svipinn á verkfræðingunum fyrir mér. Þarna hafa þeir setið, klæddir flíspeysu og gallabuxum, nokkrir í skyrtu með kúlupenna í brjóstvasanum, sitjandi fyrir framan tölvuna með AutoCad kveikt. Vaða þá ekki inn skítugir útlenskir hippar og nota illa skilgreind rök til að trufla vinnu verkfræðinganna. Hvað næst?
Mótmælendur tóku yfir verkfræðistofu á Reyðarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú meinar "óskilgreind rök", og svo gleymdir þú að telja upp MatLAB. Ég er allavegann alltaf með það uppi á tölvunni minni, gæti þurft að deilda tilskipun EB yfir grænt svæði í að leita að sérstöðupunktum. Ég læt þig vita ef ég finn einn galinn!
Sævar Helgi Lárusson, 14.8.2006 kl. 15:04
Ertu að segja mér að ríkið hafi keypt Matlab handa þér eða ertu að nota stolna útgáfu???
Björn Sighvatsson, 14.8.2006 kl. 23:03
You will never know
Sævar Helgi Lárusson, 15.8.2006 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.