Færsluflokkur: Dægurmál

Misræmi á milli framboðs og eftirspurnar í íslenskum stjórnmállum.

Jón Ormur Halldórsson

Jón Ormur Halldórsson skrifaði nýlega grein um misræmi á milli framboðs og eftirspurnar í íslenskum stjórnmálum. Með þeim orðum á hann við að framboðið á stjórnmálamönnum samræmist ekki eftirspurn landsmanna.

Svo að ég vitni beint í Jón þá segir hann:

"Hvað skyldi ráða vali manna á Íslandi á stjórnmálaflokkum? Eru menn að leita að færum einstaklingum með mikla þekkingu og yfirsýn og í leiðinni að ósérplægnu fólki sem lætur ekki stjórnast af hagsmunum sínum eða vina sinna? Ef svo er virðist hafa komið upp óheppilegt misræmi á milli eftirspurnar og framboðs í íslenskum stjórnmálum. Eða finnst einhverjum það einkenni á íslenska stjórnmálaheiminum hvað hann er vel mannaður af fólki sem ber af í okkar þjóðfélagi fyrir þekkingu, ósérdrægni og fagmennsku?".

Mér þótti þessi grein áhugaverð og hvet fólk með pólitískan áhuga til að renna yfir hana:
http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060816/SKODANIR04/108160001/1038

 


Hundahelförin - Á að banna Pit bull?

c_documents_and_settings_orunn_og_bjossi_my_documents_my_pictures_pitbull.jpg

Rakst á soldið sérstaka síðu þar sem fólk er hvatt til þess að sniðganga Þýskar vörur til að mótmæla aðgerðum þýskra stjórnvalda gegn eign fólks á Pit bull hundum og nokkrum öðrum tegundum.
http://www.amstaffs.dk/HOLOCAUST-e.htm
Þeir sem standa að síðunni segja aðgerðir stjórnvalda vera helför gegn hundum. Þessi síða er alveg hlægilega fáránleg og í raun engum til gagns en þetta vakti mig aðeins til umhugsunar.

Áróður heimasíðunnar snýst um að hundar fæðist ekki sem drápshundar heldur séu þeir þjálfaðir til að verða það. Þetta minnir óneitanlega á áróður NRA sem eru öfgasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum. Þeir segja einmitt: "Guns don't kill people, people do" og eiga þar að sjálfsögðu við að byssan skjóti ekki sjálf heldur sá sem heldur á henni.

Ég er stuðningsmaður þess að banna byssur til þess að vitleysingar komist ekki í þær og noti í einhverjum klikkuðum tilgangi. Með sömu rökum finnst mér allt í lagi að banna þær tegundir hunda sem auðveldast er að breyta í drápsdýr.

Það er vitað mál að sumar tegundir hunda eiga auðveldara með að "snappa" heldur en aðrar og það hlýtur að vera ástæða fyrir því að þeir sem vappa um göturnar með gullkeðjur um hálsinn og hund í bandi eru alltaf með sömu tegundirnar. Sér einhver annars fyrir sér töffara gangandi um með púddilhund?

Mér finnst að þessi umræða megi alveg eiga sér stað á Íslandi, helst áður en slys verða t.d. á börnum. Það er ekki langt síðan að barn dó í Danmörku þegar það ætlaði að klappa hundi og hundurinn réðst á það. Ég held að það sé alveg öruggt að líklegra er að klikkaðir hundar ráðist á börn heldur en þeir sem eru taldir rólegri.


Verkfræðingar með áhættubónus?

Nú er það ljótt. Það virðist vera sem nokkrir verkfræðingar hafi lent í spennandi aðstæðum!

Að mati flestra er starf verkfræðings ekki mjög spennandi, það snýst td. um rökhugsun, skipulagningu, stjórnun og jafnvel diffurjöfnur hjá þeim allra nördalegustu.

Ef við tökum eitt sérstaklega slæmt dæmi um nörd þá er það hann Sævar vinur minn. Hann er dæmi um hardcore nörd sem á sér varla viðreisnar von. Það þarf ekki nema að lesa blog síðuna hans til að sannfærast: http://saevarl.blog.is/

Allavega, þá er þetta eitthvað spaugilegt. Ég sé alveg svipinn á verkfræðingunum fyrir mér. Þarna hafa þeir setið, klæddir flíspeysu og gallabuxum, nokkrir í skyrtu með kúlupenna í brjóstvasanum, sitjandi fyrir framan tölvuna með AutoCad kveikt. Vaða þá ekki inn skítugir útlenskir hippar og nota illa skilgreind rök til að trufla vinnu verkfræðinganna.  Hvað næst?


mbl.is Mótmælendur tóku yfir verkfræðistofu á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hizbollah og MR-ingur

Gunnar Dofri Ólafsson

Ég var á mínu daglega "vappi" um veraldarvefinn í dag og kíkti við á heimasíðu SUS. Þar sá ég grein eftir Gunnar Dofra Ólafsson, 18 ára MR-ing. Hann ræðir þar um deilu Hizbollah og Ísraela og þrátt fyrir tilraun hans til að vera hlutlaus þá sést greinilega hvorn aðila stríðsins hann skilur betur.

Hvað fær 18 ára MR gutta til að skrifa grein um þetta? Er þetta bara leið til að vekja á sér athygli á leið upp stigann í SUS eða hefur hann virkilega eitthvað að segja um málefnið sem maður hefur ekki heyrt áður?

Grein Gunnars: http://www.sus.is/greinar/nr/1409


Ofurlaun og ólaun

Ofurlaun eru merkilegt fyrirbrigði. Þau eru eiginlega jafn ótrúleg og ofurmaðurinn eða "Superman" eins og hann heitir á frummálinu. Þau eru ótrúleg að því leitinu til að maður getur varla ímyndað sér þessar tölur.

Hér sit ég að klára lokaverkefnið mitt eftir 5 ára háskólanám, búinn að reyna að þrauka á námslánum sem eru lægri heldur en lægstu laun og gæti rétt við fjárhaginn með  broti af "ofur" mánaðarlaunum. Þess má líka geta að íbúðarkaup eru ekki á dagskrá alveg strax sökum peningaleysis, þrátt fyrir að íbúðir sem ég hef skoðað kosti bara tvenn útborguð "ofur" mánaðarlaun.

Maður veltir því fyrir sér hvernig það er hægt að halda því fram að hæft fólk fengist ekki til þessara starfa fyrir minni pening. Er það virkilega svona? Erum við þá að segja að allir þeir sem eru hæfir til þess að stjórna séu fégráðugir? Ef mér yrði boðið starf hér á Íslandi og fengi 5 milljónir í mánaðarlaun, afhverju ættu þá 10 milljóna mánaðarlaun í Bandaríkjunum að toga mig í burt? Eru 5 milljónir ekki nóg fyrir nauðsynjum? Þá á ég við "nauðsynjar" eins og sportbíl, jeppa, stórt einbýli osfv.

Svo er líka annað sem verður að horfa til. Eru þessir gæjar virkilega svo eftirsóttir erlendis? Afhverju látum við ekki bara reyna á það hvort þeir fara eða ekki? Er ekki réttast að sjá fyrst hvort fólksflóttinn verður og bjóða þá betri laun þar til flóttinn hættir, heldur en að bjóða strax þessar upphæðir án þess að þær séu nauðsynlegar?

Áður en ég er til í að gúddera þessi háu laun, þá vil ég að ofurstjórnendurnir komi fram og segi opinberlega: "Ég er hæfur stjórnandi en fégráðugur, og ég fer annað ef ég fæ ekki þessa upphæð". Fyrr en það gerist skulum við halda þessum launum nær raunveruleikanum.

 


mbl.is Össur telur að verkalýðshreyfingin eigi að berjast gegn ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um Árna Johnsen

Þá er það ljóst sem mér annars fannst sjálfsagt. Sakmvæmt frétt á ruv.is er Árni Johnsen ekki hæfur til þess að setjast á löggjafarþing (http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item80914/). Að brjóta af sér er að sjálfsögðu frekar óheppilegt þegar talað er um þingmenn. Að brjóta viljandi af sér, vera dæmdur og finnast maður samt ekki hafa gert neitt rangt er vottur um siðblindu. Við getum líka bætt við framkomu hans við fréttamenn á þeim tíma sem þetta mál kom upp.

Ég sé fyrir mér hóp Vestmannaeyinga ganga á fund forseta með undirskriftalista til stuðnings uppreisnar æru Árna svo að hann komist á þing. "Kæri forseti. Við viljum biðja þig um að veita Árna uppreisn æru til að hann komist aftur á þing, jafnvel þótt hann sjái ekki eftir neinu,,,"


Lýst er eftir útibekk

Bekkurinn sást síðast í miðborg Reykjavíkur, nakinn, á fjórum fótum og með óheflaða framkomu.
mbl.is Lýst eftir útibekk sem unglingar smíðuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband