Ofurlaun og ólaun

Ofurlaun eru merkilegt fyrirbrigði. Þau eru eiginlega jafn ótrúleg og ofurmaðurinn eða "Superman" eins og hann heitir á frummálinu. Þau eru ótrúleg að því leitinu til að maður getur varla ímyndað sér þessar tölur.

Hér sit ég að klára lokaverkefnið mitt eftir 5 ára háskólanám, búinn að reyna að þrauka á námslánum sem eru lægri heldur en lægstu laun og gæti rétt við fjárhaginn með  broti af "ofur" mánaðarlaunum. Þess má líka geta að íbúðarkaup eru ekki á dagskrá alveg strax sökum peningaleysis, þrátt fyrir að íbúðir sem ég hef skoðað kosti bara tvenn útborguð "ofur" mánaðarlaun.

Maður veltir því fyrir sér hvernig það er hægt að halda því fram að hæft fólk fengist ekki til þessara starfa fyrir minni pening. Er það virkilega svona? Erum við þá að segja að allir þeir sem eru hæfir til þess að stjórna séu fégráðugir? Ef mér yrði boðið starf hér á Íslandi og fengi 5 milljónir í mánaðarlaun, afhverju ættu þá 10 milljóna mánaðarlaun í Bandaríkjunum að toga mig í burt? Eru 5 milljónir ekki nóg fyrir nauðsynjum? Þá á ég við "nauðsynjar" eins og sportbíl, jeppa, stórt einbýli osfv.

Svo er líka annað sem verður að horfa til. Eru þessir gæjar virkilega svo eftirsóttir erlendis? Afhverju látum við ekki bara reyna á það hvort þeir fara eða ekki? Er ekki réttast að sjá fyrst hvort fólksflóttinn verður og bjóða þá betri laun þar til flóttinn hættir, heldur en að bjóða strax þessar upphæðir án þess að þær séu nauðsynlegar?

Áður en ég er til í að gúddera þessi háu laun, þá vil ég að ofurstjórnendurnir komi fram og segi opinberlega: "Ég er hæfur stjórnandi en fégráðugur, og ég fer annað ef ég fæ ekki þessa upphæð". Fyrr en það gerist skulum við halda þessum launum nær raunveruleikanum.

 


mbl.is Össur telur að verkalýðshreyfingin eigi að berjast gegn ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband