Fjáraustur eða hvað?

Ég las frétt í dag um hinn óstöðvandi og duglega hóp Vestmannaeyinga sem berjast fyrir göngum milli lands og eyja. Þetta eru ekki einu göngin sem barist er fyrir á Íslandi enda er Ísland ögrum skorið og erfitt yfirferðar og nútíma fólk vill betri samgöngur.

Ekki ætla ég að leggjast í útreikninga á hagkvæmni slíkra ganga þar sem ýmsir "snillingar" hafa sýnt fram á að allar pólitískar framkvæmdir má reikna út sem bæði hagkvæmar og óhagkvæmar. Dæmi um slíka útreikninga eru t.d. arðsemisútreikningar fyrir Kárahnjúkavirkjun, skuldir Orkuveitunnar og síðast en ekki síst Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Allt eru þetta atriði sem hafa bæði hafa verið reiknuð út í mínus og plús.

Ég ætla með öðrum orðum ekki að taka inn tölur eins og hversu mikið Vestmannaeyjar skaffa fyrir þjóðarbúið og hvernig bera má saman kostnað við göng og rekstrarkostnað Herjólfs.

Ég mun ekki hlusta á nein rök eins og þau að hlutafélag verði stofnað um byggingu ganganna og að göngin borgi sig upp með vegatollum. Kostnaðurinn mun alltaf bitna á þjóðarbúinu á endanum, sama hvort göngin eru borguð í slumpum upp úr vasa bílstjóra eða hvort þau eru borguð af ríkinu.

Það sem vakti athygli mína við göngin til Vestmannaeyja er sú staðreynd að hópurinn telur að göngin muni kosta 20-25 milljarða króna. Við skulum ekki einu sinni horfa á neðri töluna því að eðli slíkra framkvæmda er að verða dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Til að gæta sanngirni getum við tekið hærri töluna, þ.e. 25 milljarðar. Miðað við Wikipedia þá eru Vestmannaeyingar 4175 talsins. Þetta gerir tæplega 6 milljónir á haus.

Í Reykjavík búa, samkvæmt Wikipedia, 114.800 manns. Ef við myndum veita hlutfallslega sömu upphæð til lagfæringa á samgöngukerfi Reykjavíkur þá yrðu það 687,4 milljarðar.

Á höfuðborgarsvæðinu (afmarkast af Mosfellsbæ í norður og Hafnarfirði í suður) búa skv Wikipedia 182.482 manns. Ef hlutfallslega sama upphæð yrði notuð í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu yrðu það samtals 1092,7 milljarðar.

Spurning mín er:

Afhverju getur höfuðborgarsvæðið ekki haldið uppi þokkalegum almenningssamgöngum?


mbl.is Telja jarðgöng milli lands og Eyja tæknilega framkvæmanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgi Lárusson

það er komið nýtt hugtak í orðaforða lobbyista - "Tæknilega framkvæmanlegt".

Sævar Helgi Lárusson, 28.7.2006 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband