29.9.2009 | 23:16
Útspil Íslandsbanka - hverjum er greiði gerður?
Ég fór að velta fyrir mér nýjasta útspili Íslandsbanka hvað varðar erlend húsnæðislán. Ef ég skil þetta rétt þá vilja þeir afskrifa 25% höfuðstóls gegn því að láninu verði breytt í íslenskar krónur með 7,5% vöxtum.
Svona skil ég þetta:
FYRIR:
Myntkörfulán sem saman stendur af Japönskum yenum og Svissneskum frönkum stendur í 10m. Algengir vextir af slíku láni í dag eru um 2,5%. Gefum okkur að 35 ár séu eftir af lánstímanum. Þá eru afborganir tæpar 34 þús á mánuði.
EFTIR:
Lántakandinn ákveður að taka tilboði Íslandsbanka. 25% eru afskrifuð af höfuðstólnum og stendur lánið því í 7,5m. Vextirnir sem Íslandsbanki býður upp á eru 7,5%. Þá eru afborganir um 48 þús á mánuði.
Er ég að missa af einhverju hérna?
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 00:14
Fáránlega slakt viðtal í Kastljósi!
Ég verð að segja að ég skammaðist mín fyrir frammistöðu Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastjósinu á fimmtudaginn. Hún tók viðtal við Finn Mortensen sem er ritstjóri Beringske Tidende í Danmörku um íslenskar fjárfestingar í Danmörku og íslenskt efnahagslíf.
Viðtalið gekk þannig að hún virtist vera í vörn allan tíman fyrir hönd íslenskra fjárfesta í Danmörku. Í gegnum viðtalið spurði hún af og til spurninga sem voru þannig byggðar að ritstjórinn yðri að tala vel um fjárfestingarnar. Jafnvel þótt hún leyfði honum alveg að segja sína skoðun þá spurði hún alltaf spurninga á eftir eins og:
- "But they have been doing OK, haven't they, in their investments in Denmark"
- "And what do the Danes belive? What do you believe? I mean, how could they manage to do what the Danes couldn't?"
- "But still things are going fine?,,, so!?,,"
Þetta er ekki hlutlaus fréttamennska. Þetta var sorglegt og lýsti aðeins einhvers konar þjóðarstolti sem mér fannst þó vera meira í ætt við þjóðarhroka.
Einnig verð ég að minnast á enskukunnáttu hennar. Okkur Íslendingum er talin trú um að við séum alveg ferlega góð í ensku. Þetta er tuggið í okkur alveg frá því í barnaskóla. Þetta veldur því að Íslendingar hafa alveg ótrúlegt sjálfstraust þegar kemur að því að tala ensku. Þetta viðtal sýndi Íslending með nokkuð góða enskukunnáttu á íslenskum skala. Orðaforðinn er mjög slakur og hæfileikinn til að bregðast við þegar umræðan tekur óvænta stefnu var ekki til staðar.
Mér finnst alveg lágmark að fólk sem hefur betri enskuþekkingu sé látið taka viðtöl á ensku. Hér koma nokkur dæmí úr viðtalinu (hikorð tekin með):
- ",,, some Icelanders they just think that, I mean, I mean, why is it just like that and,,,"
- ",,,eh, your writings were rather negative and, and, and, you actually said in your paper that, eh, eh, it could be like this internet bubble that exploded, ah, around 2000 and this would sh, be some, some, bubble that would just explode. That hasn't happend, what is your opinion today?"
- "Finn thank you very much, you are gonna talk tomorrow, eh, to have some lecture,,,"
Nóg komið af þessu.
Eitt að lokum: Er enginn starfandi hjá RÚV sem gat tekið viðtalið á dönsku? Maðurinn er danskur og við eigum bunka af dönskumælandi fólki hér á landi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2007 | 23:58
Ekki fyrir viðkvæma!
Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2006 | 03:00
Er fólk ekkert að grínast? Stela útskornum þorski? Hvaða þjófur er með svona góðan smekk?
Sjáið ekki fyrir ykkur þjófinn? Annaðhvort er þetta einhver með undarlegan smekk sem ætlar að punta upp á stofuna sína eða þá að viðkomandi reynir að selja þetta á svartamarkaðinum! Haldið þið ekki að það gangi vel að borga spilaskuldir eða fíkniefnaskuldir með útskornum þorski?
Ég ætla nú samt ekki að gera lítið úr listaverkinu sjálfu. Það er örugglega mikil kúnst að skera svona lagað út ef vel á að vera.
Þjófnaður á útskornum þorski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2006 | 17:44
Það fer að koma að því! - Ég fæ að klæðast uniformi verkfræðinga
Já, ég verð verkfræðingur innan skamms. Þetta eru tímamót sem voru svo óralangt í burtu þegar ég byrjaði haustið 2001. Síðan þá hefur maður setið óramarga klukkutíma bæði í áhugaverðum og líka grautfúlum kúrsum og aukið vitneskju sína.
Spurningin er svo hvað maður fær út úr þessu. Jú, fína vinnu væntanlega og laun sem eru eitthvað hærra en meðallaun (en hækka samt ekki til jafns við hækkanir launa annarra stétta). En svo er tvennt sem má ekki gleymast; maður kemst inn í "Hall of fame" og maður fær endanlegt leyfi til að klæðast uniformi verkfræðinga.
Hvað er uniform verkfræðinga? Ég gæti auðveldlega skellt inn myndum af nokkrum skólafélögum mínum sem voru komnir í uniformið fyrir útskrift. Gæti líka labbað inn á hvaða verkfræðistofu sem er og tekið mynd af fyrsta verkfræðingnum sem ég hitti. Betra samt að sleppa því. Uniformið samanstendur aðallega af tveimur flíkum:
- Flíspeysu (helst merktri einhverju fyrirtæki eins og Marel, Sindra Stál, Kögun eða what ever).
- Gallabuxum (Verða að vera plain, mega ekki vera með einhverju sérstöku sniði heldur bara mjög klassískar.
Svo er hægt líka hægt að vera fínn. Þá þarf maður að bæta við
- Skyrtu (að sjálfsögðu undir flíspeysuna)
Aðrir aukahlutir (accessories) eru:
- Penni í brjóstvasann ef maður er í skyrtu
- Leðurhulstur í beltið fyrir GSM símann
- Inniskór (svona klassískir með tveimur stillanlegum böndum yfir ristina)
Það væri gaman að fá komment ef ég er að gleyma einhverju. Einnig væri gaman að heyra ef aðrar stéttir hafa sérstök uniform.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2006 | 21:59
Lokaverkefni - úff
Ég er semsagt að skrifa meistararitgerðina mína. Þess vegna er ég svona aktívur við bloggið. Ég hegðaði mér svipað þegar ég fór í jólapróf í grunnskóla, þá fór ég út og mokaði snjóinn af bílaplaninu til þess að þurfa ekki að lesa.
Maður hefur líka tekið sér ýmislegt annað fyrir hendur í prófum, eins og að vaska upp, þvo þvottinn, ryksuga eða jafnvel taka til í og þrífa ruslaskápinn.
Veit ekki afhverju mannshugurinn þarf alltaf að fá sér svona pásur. Maður er jú "ekki að gera neitt" að mati margra, situr bara á rassinum og horfir á tölvuskjá. Af hverju notar maður ekki fingurna til að pikka í ritgerðina sína heldur en að pikka hér í ruslatunnu hugsana fólks, rusluatunnuna sem við köllum blogg?
Jæja, þetta var nóg pása, back to work!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2006 | 13:01
Hvað gerir maður þá? G-mail liggur niðri!
Það sem ég hef óttast lengi gerðist í dag! Ég sló inn www.gmail.com og fékk upp: Can't find http://www.gmail.com. Ég ætla nú bara rétt að vona að þessu verði kippt í liðin fljótlega. Maður áttar sig á því hversu mikið maður geymir inni á pósthólfinu sínu þegar maður verður fyrir svona bilunum!
Ástæðan fyrir því að ég hef óttast að þetta gæti gerst er auðvitað sú að þetta er frítt og maður getur nú varla gert miklar kröfur á þá sem láta mann fá eitthvað frítt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2006 | 12:41
LADA stönt !
Þetta er svokallað "must-see"! Allir bílaáhugamenn hljóta að skemmta sér konunglega yfir svona vitleysu:
http://video.google.com/videoplay?docid=8823280633586534232&q=lada+trick
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2006 | 12:09
"Hygge" stemmning í Reykjavík
Það er kominn tími til að nýta garðana sem Reykvíkingar eiga. Hljómskálagarðurinn er alveg í miðborginni og því snilldar staður til að setjast niður með öl í hendi á góðviðrisdögum.
Sú stemmning sem ríkir í almenningsgörðum í Kaupmannahöfn á góðviðrisdögum er ótrúlega skemmtileg, margir með kippu af öl í hendinni og svona "hygge" stemmning. Nýtum tækifærið og fáum okkur einn kaldan. Skál!
Kaffihús rísi í Hljómskálagarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2006 | 00:38
Glæsileg verðlaun
Glæsileg verðlaun verða veit hverjum þeim sem getur upplýst um tengsl íslensks trúfélags við vísindakirkjuna.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum: Viðkomandi öðlast nafnbótina "Heiðursdoktur Kýrhaussins", fær rauðan Risa Ópal og mun Kýrin borga fyrir birtingu myndar af viðkomandi í smáauglýsingadálk Fréttablaðsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)